Category Archives: Heilsa

The meaning of life #2

 


IMG_2805

-JKS

Leave a comment

June 27, 2013 · 11:38 pm

Létt og sumarlegt

Með textaVið þekkjum öll þá tilfinningu að koma heim og hafa engan áhuga á að eyða öllu kvöldinu í eldhúsinu. Í mínu tilviki á þetta sérstaklega við á sumrin þegar maður vill vera lengur úti og njóta dagsins. Mér datt því í hug að deila þessu salati með ykkur en það var Unnur Birna vinkona sem kynnti mig fyrst fyrir því. Það er nefnilega ferskt og sumarlegt, ótrúlega fljótlegt á þessum dýrmætu sumardögum og síðast en ekki síst rosalega gott svo ykkur er jafnvel óhætt að bjóða gestum upp á það.

Hráefni fyrir fjóra:
Kjúklingalundir 400 gr
Couscous (má líka vera quinoa ef þið vijið eitthvað hollara)
Sólblómafræ 2-4 msk
Granat epli (má líka vera rauð vínber)
Spínat
Satay sósa frá Blue Dragon sem fæst í Hagkaup (hún er ótrúlega góð en ef þið eruð heimilisgyðjur sem neitið að kaupa tilbúið þá er hægt að finna uppskriftir á netinu. Ég hef aftur á móti áður komið upp um mig hvað þetta varðar í eldri færslu)

Satay salat

 

Byrjið á því að að setja spínat í fallega skál eða á disk. Bætið svo fræjum úr hálfu granat epli við (má alveg vera meira) en ef þið viljið er líka hægt að nota vínber. Búið svo til couscous fyrir fjóra en farið eftir leiðbeiningunum á umbúðunum og saltið svo það kemur betra bragð. Það er hægt að kaupa couscous með mörgum mismunandi bragðtegundum en ég hef keypt hreint og bætt sólbljómafræjum við. Ef þið viljið gera salatið hollara er líka mjög gott að vera með quinoa í staðin fyrir couscous. Dreifið svo couscousinu yfir salatið þegar það er tilbúið og hrærið svo aðeins í þessu öllu.

Ein krukka af satay sósunni dugar svo fyrir fjóra eða fyrir rúmlega 400 gr af kjúklingalundum en ég hef stundum bætt aðeins meiri sósu við. Steikið lundirnar á pönnu og hellið svo sósunni yfir og leyfið þessu öllu að malla í smá stund. Dreifið kjúklingnum og sósunni yfir salatið þegar allir eru komnir og tilbúnir að borða. Það er mjög gott að vera með naan brauð með þessu.

-JKS

4 Comments

June 26, 2013 · 5:39 pm

Hveitikímsbrauð

Með öllu

Hveitikím er svokallað súperfæði en í hverju grammi er að finna meira magn næringarefna en í öðru grænmeti eða korni. Hveitikím er í raun kjarni hveitisins sem er þó fjarlægður við framleiðslu hvíta hveitisins og almennt í heilhveiti líka þar sem olían í hveitikíminu styttir geymsluþol hveitisins til muna. Ferska hveitikímið er hentugra í bakstur en það er m.a. hægt að fá það í kæli í Bónus. Þeir sem að vilja skipta út einföldu kolvetnunum ættu að prófa hveitikím t.d. í pizzur, bakstur eða önnur brauð. 

tómur

Það er í raun hægt að setja margt í þessi brauð og því þarf ekki að festa sig við þessa grunnuppskrift. Ég bæti t.d. stundum banana, kókos, kanil, fræjum, rúsínum eða öðrum kryddum og jurtum við. Þessi uppskrift er fyrir eina brauðsneið en munið að setja deigið á smjörpappír því að annars festist sneiðin við plötuna.

Hveitikím 30 gr.
Sesamfræ 1 tsk
Sólblómafræ 1 tsk
Hörfræ 1 tsk

Bætið vatni við þangað til að maukið minnir á hafragraut og bakið svo í ofni í 10 mín á 180 gráður

photo-12

Ég geri fjögur til sex stk. í einu og geymi þau í kæli. Ristið svo bara brauðið aðeins þegar þið takið þau út.

-JKS


5 Comments

June 11, 2013 · 11:43 am

Vatnsmelónudrykkur

photo-12

1/4 vatnsmelóna

2 græn epli

4 stk sellerístönglar

1/2 sítróna eða límóna

2 cm biti engiferrót

Skerið í bita og skellið í djúsvél. Það má alveg sigta ef maður vill.

-JKS

Leave a comment

June 5, 2013 · 10:05 pm