Hugmyndir að morgunmat um helgina.

french_toast

Þetta er orðið að uppáhaldi hjá okkur um helgar. Heilhveitbrauðsneiðum er velt uppúr eggjablöndu* og þær steiktar á pönnu í smá stund. Toppað með grískri jógúrt og granateplafræjum. Þetta er aðeins hollari útgáfa að hinu fræga French toast. Ég er persónulega hrifnari af þessari útgáfu þar sem ég er ekki mikið fyrir að borða mjög sætan morgunmat en það eru kannski ekki allir sammála mér þar. 

*Eggjablanda
2 egg hrærð saman við 2 mtsk möndlumjólk.
1 tsk vanilludropum bætt við

spinach_smoothie

Svo er þessi líka mjög hollur og góður í morgunmat á dögum þar sem minna er um tíma til undirbúnings.

Frosinn banani
Jarðarber
Mangó
Hampfræ
Ískalt vatn
Og síðast en ekki síst hellingur af spínati.

Prufið ykkur endilega áfram um helgina því það er ekkert betra en góður morgunmatur og svo skemmir ekki fyrir ef hann fer vel með líkamann okkar í leiðinni. Banana pönnukökur eru líka alltaf jafn vinsælar á þessu heimili um helgar en uppskrift að þeim má finna hér.

-S

Advertisements

1 Comment

January 31, 2014 · 3:05 pm

This side of paradise

Fitzgerald_Paradise-01b

Ég er að byrja á bókinni “This side of paradise” eftir F. Scott Fitzgerald og hlakka mikið til að lesa hana. Ég er aðeins búin að vera að hita mig upp á pinterest með því að lesa fallegar tilvísanir eftir kappann og langar til að deila nokkrum uppáhalds með ykkur. Bókin sem ég var að klára á undan þessari heitir “My horizontal life” og er eftir Chelsea Handler. Það má segja að rithöfundarnir séu að vinna með talsvert ólíka nálgun á svipað konsept en ég er ekki ennþá búin að gera það upp við mig hvað mér finnst um Chelsea. Ég hins vegar elska elska elska F. Scott óumdeilanlega og veit að það eru margir sammála mér þar.

sunny_smile

fall

opportunities

intimacy

thegirl

judgement

finest

lovetwice

proud

SEV

Leave a comment

January 23, 2014 · 11:46 am

In Karl we trust

In Karl we trust

Í gær átti ég mjög fyndið samtal við Ljósbrá vinkonu um það hvað líf margra þarna úti er frábrugðið því sem maður sjálfur lifir. Ég hló því upphátt í dag þegar ég rakst á þessa mynd af Kalla og Önnu á Pinterest (Just another day at the office) því ég ætla að leyfa mér að staðhæfa að dagurinn minn með veikt barn heima íklædd íþróttabuxum og barnahori  (sem að mati Kalla ætti að vera ólöglegt) og með soðinn fisk í matinn hafi ekki beint verið á sama hraða og dagurinn hans. Ég þarf greinilega að gera eitthvað í mínum málum til að fá hann til að adda mér á vinalistann!

In Karl we trust 2

In Karl we trust3

Mynd nr. 1. onestlywtf.com, nr. 2 intagram.com, nr. 3. pinterest.com

-JKS

Leave a comment

January 21, 2014 · 11:11 pm

String

string10

Mig er lengi búið að langa í hvíta string pocket hillu og núna um jólin fengum við eina slíka að gjöf. Hún er komin upp á vegg en stendur tóm eins og er þar sem það er hægara sagt en gert að ákveða hvað á að fara í hana. Hér er smá innblástur fyrir þá sem eru í svipuðum pælingum. Fyrir þá sem vilja enn frekari innblástur þá mæli ég með því að kíkja líka við hjá henni Elfu. Það eru greinilega fleiri en ég að hilluvandræðast.

string1

string3

string5

string6

string7

svensons

Mynd 1: bloesem.blogs.com
Mynd: 2: scandinaviandeko.com
Mynd 3: noepahjertet.com
Mynd 4: pinterest.com
Mynd 5: trendenser.se
Mynd 6: pinterest.com
Mynd 7: svenssons.se

SEV

2 Comments

January 17, 2014 · 4:10 pm